Rassskellti ræningjannÞeir fengu svo sannarlega fyrir ferðina ræningjarnir sem hugðust ræna litla verslun í Kanada. Verslunareigandinn var ekki á þeim buxunum að gefa þeim neina peninga og tók til sinna ráða. Hann tók fram stóran brúsa af piparúða og sprautaði í andlit þjófanna þannig að þeir blinduðust um stund. Ekki nóg með það, heldur tuskaði hann annan ræningjann til og rassskellti hann yfir búðarborðinu. Sjón er víst sögu ríkari en hamaganginn má sjá í myndbandinu hér að neðan.