X-D fyrir Garðinn og framtíðina

Listi sjálfstæðismanna og óháðra íbúa í Garði hefur nú sent frá sér sýn sína til framtíðar og þær hugmyndir um hvernig Garðinum verði stefnt til móts við framtíðina. Sýn þessa má nálgast með því að smella hér.

Sjálfstæðismenn og óháðir íbúar í Garði bjóða nú í fyrsta skipti fram sameiginlegan lista undir merkjum D.

Listinn samanstendur af áhugasömu og hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu af sveitarstjórnarmálum og úr atvinnulífinu. Þess ber að geta að mörg okkar sem skipum þennan lista höfum verið þeirrar gæfu njótandi að fá að starfa fyrir íbúa Garðs undanfarin ár undir merkjum N og F lista, en F listinn mun ekki bjóða fram nú. Lista sjálfstæðismanna og óháðra íbúa skipar einnig mikið af ungu fólki sem vill leggja sitt af mörkum við að gera Garðinn okkar enn betri.

Ég hvet íbúa Garðs til að kynna sér vandlega fyrir hvað við stöndum og í framhaldi af því að gera upp hug sinn um það hvort þeir treysti okkur til þeirra ábyrgðastarfa sem við sækjumst eftir. Við heitum því að vinna að öflugri uppbyggingu Garðsins. Við höfum öll veðjað á Garðinn sem framtíð okkar. Hér viljum við ala upp börnin okkar og njóta þeirra forréttinda sem það er að búa í Garðinum.

Við ætlum að ganga til móts við framtíðina í sátt og samlyndi við bæjarbúa.


Einar Jón Pálsson
Skipar 1. sæti D-lista