Viltu ræða við sjávarútvegsráðherra?

Í kvöld klukkan átta verða þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra og Atli Gíslason, alþingismaður á fundi VG í Reykjanesbæ. Atvinnu- og byggðamál, strandveiðar og byggðakvóti. Fundurinn verður haldinn að Hafnargötu 36a, Reykjanesbæ. Nú er tækifærið til að ræða sjávarútvegsmálin við ráðherra.