Úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar

Á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ með Jóni Ólafssyni heimspekingi, þar sem fjallað var um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og siðferði í sveitarstjórnum, var samþykkt ályktun þess efnis að skipa þurfi nefnd óháðra sérfræðinga til úttektar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar undanfarin ár.


Aðalverkefni nefndarinnar verði m.a. að kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum með tilliti til þess hvort gætt hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika í þeim afskiptum, kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu og að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar ákvarðanir og stjórnsýslu bæjarins.


Nefndin á að skila lokaskýrlsu eigi síðar en 31. desember og koma með tillögur að úrbótum ef þörf er á.


Ályktunina í heild sinni og greinargerðina sem fylgir henni má sjá á xsreykjanesbaer.is