Upplýst í aðdraganda kosninga

Kæri kjósandi
Þann 29.maí næstkomandi verða bæjarstjórnakosningar. Það er mikilvægt að þú kynnir þér vel þau málefni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir og þau verk sem hann hefur stuðlað að og komið af stað.


Það er ánægjulegt að vera í flokki þar sem ríkir góður andi og metnaður fyrir hönd íbúa í Reykjanesbæ. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá þeim sem eru í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og treysti þeim 100% til að vinna af heilindum fyrir íbúa. Það er mikilvægt að íbúar séu upplýstir í aðdraganda kosninga og hlusti á frambjóðendur og kynni sér málefnastöðu þeirra sem bjóða sig fram fyrir bæjarfélagið. Við í Sjálfstæðisflokknum gáfum nýlega út bækling, þar sem farið er vel yfir framtíðarsýn okkar fyrir Reykjanesbæ.


Framtíðina ætlum við að móta og búa svo um að hér verði atvinna fyrir alla. Við viljum metnaðarfullt skólastarf á öllum skólastigum og treystum því fagfólki sem við höfum til að vinna áfram að góðu og enn betra starfi. Við viljum búa í samfélagi þar sem einstaklingurinn skiptir máli og fær að njóta sín alveg sama á hvaða aldursskeiði hann er.

Ingigerður Sæmundsdóttir,

skipar 8.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ