Um 500 manns á Fjölskylduhátíð X-D

D-listi sjálfstæðismanna hélt glæsilega fjölskylduhátíð X-D á annan í Hvítasunnu. Meðal skemmtiatriða var dansatriði frá Bryn Ballett akademíunni, Einar Ágúst, fyrrum Eurovisionfari og Jóhanna Guðrún, sem náði öðru sæti í Eurovision í fyrra. Komu Einar Ágúst og Jóhanna Guðrún í stað Ingólfs í Veðurguðunum, sem var skyndilega kallaður á fótboltaæfingu og þurfti því að afboða sig. Kom það ekki að sök, þar sem Jóhanna Guðrún og önnur atrið héldu uppi fjörinu og skemmtu börnum og fullorðnum.

Hoppukastali var á svæðinu fyrir börnin og sáu svo frambjóðendur D-listans um að grilla pylsur fyrir gesti. Veðurblíðan lék við viðstadda og sóttu hátt í 500 gestir Fjölskylduhátíðina hjá sjálfstæðismönnum.

(Fréttatilkynning)