Troð fullt hús hjá Framsókn Reykjanesbæ

Framsókn í Reykjanesbæ bauð upp á Herrakvöld síðastliðinn föstudag. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður þandi nikkuna og sagði gamansögur af þingi og þingmönnum. Freyr Sverrisson frambjóðandi sýndi töfrabrögð, Sigurður Ingi alþingismaður og Birgir Þórarinsson varaþingmaður tróðu upp og Steinar Guðmundsson troppaði svo kvöldið með ítalskri aríu, einsögn á heimsmælikvarða. Framsóknarmenn og gestir skemmtu sér konunglega.