Þín skoðun skiptir máli

Íbúalýðræði hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Þetta er jákvæð þróun og nauðsynleg aukinni samfélagsvitund íbúanna. Ég fagna aukinni þátttöku og tækifærum íbúanna í mótun samfélagsins okkar!

Samfélag er ekkert án fólksins. Þeir sem fara með stjórnartaumanna hverju sinni, hvort sem það er í bæjarfélaginu, fyritækinu sem við vinnum í eða annarsstaðar eru þeir ábyrgir fyrir því að samfélagið sé ávallt byggt upp með þarfir fólksins að leiðarljósi.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur haldið árlega íbúafundi með íbúum Reykjanesbæjar, í öllum hverfum, með grunnskólabörnum, framhaldsskólanemum og öðrum hópum samfélagsins. Einnig hafa reglulega verið haldin þing um hin ýmsu málefni samfélagsins, sem dæmi má nefna umferðarþingið sem haldið var á dögunum. Íbúar geta líka á heimasíðu Reykjanesbæjar sent erindi til bæjarstóra eða óskað eftir fundi og borið þar upp hugmyndir sínar og skoðanir.

Reynt er eftir besta megni að gera bæinn okkar betri fyrir íbúanna, þetta er engin sýndarmennska, hér er það bæði í orði og á borði.


Við íbúar í Reykjanesbæ getum öll verið sammála um það að við viljum hag bæjarinns sem mestan, að hér sé gott að búa fyrir alla hópa samfélagsins. Til að tryggja að hagsmunum allra sé gætt er nauðsynlegt að raddir sem flestra heyrist.

Íbúafundirnir bæjarstjóra, sem Árni kom á fót þegar hann hóf hér störf, gefa okkur tækifæri til að hafa áhrif og er ein leið til að taka þátt í að móta samfélagið okkar. Reykjanesbær er til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög hvað lýðræði íbúa varðar.


Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Frambjóðandi XD í Reykjanesbæ