Samfylkingin tekur til hendinni

Í tilefni 10 ára afmælis Samfylkingarinnar laugardaginn 8. maí stóð Samfylkingarfólk um allt land fyrir hreinsunarátaki í sinni heimabyggð. Samfylkingarfólk í Reykjanesbæ með frambjóðendur í fararbroddi tóku til á Fitjunum og týndi hinn vaski hópur rúmlega 700 kíló af rusli, mikla athygli vakti hve stór hluti af ruslinu voru stórar bláar plastdræsur!


Ekki var vanþörf á hreinsunarátakinu og upp komu hugmyndir um að gera þetta að árlegri venju flokksmanna héðan í frá. Að tiltektinni lokinni var haldið í kosningamiðstöðina að Hafnargötu 50 og pylsur grillaðar ofan í mannskapinn.