Opin og góð stjórnsýsla?

Í kosningablaði er talað um hagstæð landakaup og var þar átt við kaupin á Útskálalandi af Þjóðkirkjunni. Útskálaland er ekki framtíðar byggingaland Garðs (íbúar vilja halda Útgarðinum eins og hann er) og landið er ekki bújörð sem gefur ákveðnar tekjur af sér af búrekstri þannig í mínum huga var það eingöngu leigutekjur af jörðina sem er eðlilegt að nota til verðmyndunnar+ eitthver bónus.

Bæjarstjórinn Garði svarað því til um leigutekjur af jörðinni væru 1.700.000 á ári, eftir mínum útreikningum voru 50.000.000 í stað 90.000.000 meir enn sanngjarnt verð fyrir Útskálaland.

Bæjarfélagið hafði skipulags réttinn hvort sem það átti jörðina eða ekki,það gat gengið inn í tilboð frá öðrum ef svo ólíklega hefði viljað að annað tilboð hefði komið inn.

Ég tel óliklegt að eitthver hefði viljað borga mikið fyrir land sem ekki var byggingaland til framtíðar og hefði ekkert með skipulagsvaldið að gera.


Ég tel ekki að það falli undir góða stjórnsýslu eða íbúðalýðræði að láta íbúa standa fyrir framan gerðan hlut á fundi eins og á þeim fundi sem fjallað var um kaupin á Útskálalandi.


Það var ekki gott dæmi um opna stjórnsýslu að láta eitt framboðið L-lista allra Garðbúa ekki vita formlega að það hefði aðgang að salnum Í Gerðaskóla án endurgjalds eins og hin framboðin.


Virðingafyllst

Jóhannes S.GuðmundssonPs. Undirrituðum þykir mjög vænt um Útskálaland!