Opið fyrir pólitískar greinar til kl. 16:30

Opið verður fyrir móttöku pólitískra greina hér á vf.is til kl. 16:30 í dag. Eftir þann tíma verður ekki tekið við fleiri greinum til birtingar undir liðnum "pólitík" fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Mikið flóð greina hefur gengið yfir ritstjórnina í dag og fáir fá þann lúxus að vera með efstu greinina nema kannski í nokkrar mínútur og þá kemur inn ný grein.


Eftir að pósthólfinu verður lokað kl. 16:30 verða greinarnar settar inn og tekst það vonandi fyrir kvöldið.