L-listinn í Garði opnar kosningamiðstöð

Á laugardaginn sl. var kosningamiðstöð L-listans í Garði fyrir bæjarstjórnakosningar opnuð. Mæting var góð og stemning á meðal gesta. Boðið var uppá léttar veitingar og lifandi tónlist og tóku gestir kröftulega undir í söng.

Kosningamiðstöð L-listans er opin 17-21 maí frá 20-22 og 25-28 maí frá 17-22

29. maí kosningadagur opið frá kl.10-22

Góður vettvangur til að hitta skemmtilegt fólk og ræða saman um málefni Garðs.