Ingó úr Veðurguðunum hjá X-D á annan í hvítasunnu

Fjölskylduhátíð X-D verður haldin við kosningamiðstöð sjálfstæðismanna, að Hafnargötu 58 í Reykjanesbæ, á milli kl. 15 og 18 nk. mánudaginn 24. maí. Nóg verður um að vera fyrir börnin og heitt á könnunni fyrir mömmu og pabba, afa og ömmu. Hoppukastali, skemmtiatriði, blöðrur, grillaðar pylsur og svali og annað góðgæti fyrir börnin.
Meðal dagskráliða er: Ingó úr Veðurguðunum og Brim-ballet.

Fréttatilkynning frá Sjálfstæðisflokknum.