Íbúalýðræði

Stjórnmál í nútíma lýðræðisríkjum snúast um að láta vilja og þarfir íbúanna ráða ferðinni í stefnumótun og aðgerðum ríkis og sveitarfélaga.
Lýðræði í velferðarsamfélagi snýst þannig um að hlusta eftir því sem kjósendum liggur á hjarta varðandi þróun og uppbyggingu.


Já, það er auðvitað hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á kjósendur og laga stefnuna á hverjum tíma að þörfum þeirra. Það er hin eðlilega framvinda lýðræðis.


Hverfisfundirnir með íbúum Reykjanesbæjar í núverandi mynd hófust með kosningu Árna Sigfússonar í bæjarstjórastólinn fyrir 8 árum.


Síðan hafa þeir verið haldnir um miðjan maí ár hvert. Fundirnir hafa gefið yfirvöldum bæjarins og stjómálamönnum tækifæri til að kynna það sem gert hefur verið, en ekki síður að hlusta á skoðanir íbúanna og sjá hvað brennur heitast á þeim að gert verði í nánasta umhverfi.


Oftar en ekki er auðvelt fyrir starfsmenn bæjarins að bregðast við með skjótum hætti. Þetta er lýðræði í hnotskurn. Svokallað íbúalýðræði.

Gunnar Þórarinsson
skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ