Hin týndu hverfi

Suður í sólina, var viðkvæði  margra þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum. Hér draup smjör af hverju strái, og fólki var lofað barnvænu umhverfi. Fjöldi fólks setti ævisparnað sinn í byggingar nýrra og glæsilegra húsa í hverfum sem skipulögð  höfðu verið.  Margt af því fólki sem hingað var tælt á nú sér þá ósk heitasta komast í burtu sem fyrst. Fæst afþví sem lofað hafði verið hefur verið efnt, og það barnvæna umhverfi sem lokkað hafði eru moldarhólar.

Það er ljóst að uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið eitt meginviðfangsefni meirihlutans undanfarin ár. Fjölgun íbúa fylgdu aukanar tekjur, voru rökin sem notuð voru. En lítið um það hirt að tekjur fylgjast í hönd með að fólk hafi atvinnu. Atvinnustefna meirihlutans fólst í að leggja niður  skrifstofu þá er vann að atvinnuuppbyggingu, og vista málið hjá hafnarráði. Sem reglulega síðan hafa gefið út yfirlýsingar um hvert milljarðaverkefnið á fætur öðru . Ekkert þeirrra hefur þó orðið að veruleika ennþá.

Fólkið sem hingað fluttist finnst það svikið. Það fólk sem byggði hús sín í hinum týndui hverfum sem svo eru nefnd skilur ekki hvað er að gerast. Því hafði verið lofað fullbúnum hverfum, malbikaðar götur, verslunum og þeirri nærþjónustu sem nauðsynleg er til að gott mannlíf geti þrifist. Íbúar Dalhverfis 2 finnast efndir loforðanna hafa dregist, þrátt fyrir að hafa bent á vandamál sín á til að mynda íbúafundum. Málin eru í skoðun er viðkvæði yfirvalda.

Öll höfum við á undanförnum árum séð hvernig hverfum bæjarins er mismunað. Umræðan hefur snúist um gríðarlega vaxtamöguleika arfsins frá Ameríku, en ekkert verið hirt um að standa við þau loforð sem  lokkuðu fjölda íbúa til bæjarins. Hin nýju hverfi hafa ekki verið kláruð, samgöngur til þeirra eru stopular, verslanir og önnur þjónusta óklárað mál. Forgangsröðunin hvefur verið röng.
Við horfum nú til baka og sjáum að mörg þeirra ævintýra sem í var lagt voru ekki skynsamleg. Hvað mætti til að mynda ekki gera fyrir íbúana í Dalshverfi  fyrir þá tæpu milljón sem við borgum nú á dag  í húsaleigu fyrir ónotaða Hljómahöll. Það safnast þegar saman kemur. Það hlýtur að vera forgangsatriði hjá þeim bæjaryfirvöldum sem við taka að loknum kosningum að finna lausn á vandamálum íbúanna í Dalshverfi.

Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson