Heiðarleiki er það gildi sem er hvað mikilvægast fyrir samfélög

Enginn arfur er jafn verðmætur og heiðarleikinn er haft eftir Shakespeare og á öðrum stað stendur að heiðarleiki sé ekkert annað er andlegt hreinlæti. Heiðarleiki er grundvöllur samskipta og heiðarleg vinnubrögð hljóta að þjóna samfélaginu öllu. Frambjóðendur verða að hafa sannleikann og réttlætið að leiðarljósi í vinnu sinni fram að kosningum og að sjálfsögðu eftir kosningar líka. Þeim ber ekki að fjalla um hvað menn gera og hvernig þeir breyta, heldur hvað þeir eiga að gera og hvernig þeim ber að breyta. Öll erum við hluti af heildinni með það frelsi að vera við sjálf og verða það sem við getum best orðið. Okkar er ábyrgðin, gott val fellur inn í þá heild sem fær staðist.


Niðurstaða Þjóðfundarins frá því í vetur þar sem 1.500 manns, alls staðar af landinu tóku þátt, töldu að á eftir heiðarleika kæmi jafnrétti, virðing og réttlæti. Því næst væri kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni og lýðræði mikilvægir þættir. Allt eru þetta gildi er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við fólk, dýr og umhverfi. Gerðar eru kröfur til okkar um hegðun og breytni, því af hvítum lygum verða menn fljótt litblindir.


Bendi ég á grein Oddnýjar G. Harðardóttur alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra og frambjóðanda í fjórða sæti N – listans „Góðærið í Garði“ sem er að finna á www.nlistinn.is þar kemur fram atorkusemi og elja N – listans á kjörtímabilinu sem senn er að ljúka.


N – listanum er best treystandi til áframhaldandi forystu í Garðinum.


Jónína Holm
skipar 2. sæti N – listans