Góð stjórnsýsla og íbúalýðræði?

Í þessum kosningum og þeim síðustu hér í Garði var mikið talað um opna og góða stjórnsýslu, íbúalýðræði ofl. Hver er reynslan síðustu fjögur ár? Voru öll störf auglýst sem ráðið var í á vegum bæjarins og nöfn þeirra sem gáfu leyfi til þess birt á heimasíðu bæjarins? Fengu bæjarbúar tækifæri til þess að koma að vali á listaverki sem sett var upp við innkomu í bæinn á 100 ára afmælinu?


Fengu bæjarbúar að vera með í ákvarðanartöku um kaupin á Útskálalandi upp kr. 90.000.000?


Á D og N listum eru nú fulltrúar sem sátu í síðustu bæjarstjórn og lofuðu opinni stjórnsýslu og íbúalýðræði. En hvað varð um efndirnar? Undirritaður telur þær ekki hafa verið neinar.


Virðingarfyllst
Jóhannes S. Guðmundsson