Garðbúar – spilum vel úr góðri stöðu og kjósum N-listann 29. maí

Undir forystu N-lista hefur Garðurinn blómstrað. Bæði hefur þjónusta aukist og umhverfið allt batnað en ekki síst hefur stjórnsýslan og fjármálastjórnunin tekið stakkaskiptum. Þess bera ársreikiningar glöggt merki. Niðurstöður ársreiknings 2009 sýna sterka stöðu Sveitarfélagsins Garðs og eru það ánægjuleg tíðindi fyrir Garðbúa. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir á íbúa eru um 640.000kr. og verða enn minni þegar uppgreiðslu óhagstæðra lána er lokið. Eignir á íbúa eru um 2.500.000kr. og eigið fé á íbúa um 1.852.000kr. Sem hlutfall af skatttekjum hafa helstu málaflokkar tekið miklum breytingum til batnaðar frá árinu 2005. Góð fjármálastjórnun, góður rekstur og meðferð Framtíðarsjóðsins hefur gert okkur kleift að bjóða Garðbúum upp á þjónustu umfram þá lögbundnu. Við á N-listanum erum viss um að ef N-listinn heldur ekki meirihluta á næsta kjörtímablili verði ekki staðið eins vel að málum og á því kjörtímabili sem er að ljúka. Þess vegna biðjum við um stuðning kljósenda í Garði.

X-NOddný G. Harðardóttir
bæjarfulltrúi í Garði