G-listinn einn með afstöðu í sjávarútvegsmálum

Listi Grindvíkinga, nýtt afl óháðra hefur gefið út stefnu í sjávarútvegsmálum og ályktað svohljóðandi:

Listi Grindvíkinga leggst alfarið gegn fyrningarleið í sjávarútvegi í núverandi mynd sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði í haust. G-listinn vill sjá þverpólitíska samstöðu gegn leiðinni í bæjarfélaginu enda er hér stórlega vegið að undirstöðuatvinnugrein Grindavíkurbæjar. Listi Grindvíkinga furðar sig jafnframt á afstöðuleysi annarra flokka í Grindavík um þetta risastóra hagsmunamál. Fjórflokkarnir sem bjóða nú fram til sveitarstjórna eru með stefnu í málinu á landsvísu. Þeir hafa enn ekkert minnst á málaflokkinn í sínum stefnum.