Fullt hús hjá X-D

Á föstudaginn sl. var kosningamiðstöð Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnakosningar opnuð. Margt var um manninn og mikil stemning meðal viðstaddra. Árni Sigfússon bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna bauð fólk velkomið og fór yfir helstu stefnumál og framtíðarsýn sjálfstæðismanna fyrir Reykjanesbæ, sem frambjóðendur ásamt íbúum hafa unnið að í sameiningu að undanförnu á svokölluðum hugmyndaþingum X-D. Var ekki annað að sjá en viðstaddir voru ánægðir með útkomuna og klappaði salurinn vel að loknu máli Árna.


Kosningamiðstöð Sjálfstæðismanna er opin alla virka daga og eins um helgar fram að kosningum. Þar er boðið upp á heita súpu í hádeginu á virkum dögum og um helgar eru grillaðar pylsur og bakaðar vöfflur á milli 14-16.


Því er kjörið tækifæri að koma saman á kosningamiðstöðinni, að Hafnargötu 58 og ræða málefni bæjarins.


(Tilkynning og mynd frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ).