Enn tekur Samfylkingin til hendinni

Í maíbyrjun tók Samfylkingarfólk í Reykjanesbæ með frambjóðendur í fararbroddi til á Fitjunum í tilefni 10 ára afmælis Samfylkingarinnar. Sökum hversu vel tiltektin á Fitjum heppnaðist var ákveðið að endurtaka leikinn laugardaginn 22. maí.


Vaskur hópur Samfylkingarfólks mætti á laugardagsmorguninn í Vatnsholtið, týndi rusl og sló upp pyslupartí að vinnunni lokinn í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 50.


Það var vel við hæfi að taka til í Vatnsholtinu því eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er að gera grænu svæðin og leikvellina í bænum að griðarstað fjölskyldunnar mótaða í samráði og samvinnu við íbúa bæjarins.


Sjá stefnuskrá Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á xsreykjaensbaer.is