Brotin loforð Sjálfstæðisflokksins – verum vakandi fyrir betri tíð

Fyrir 5 árum ákváðum við hjónin að byggja. Mikið var pælt, áttum við að byggja í Njarðvík þar sem bjuggum fyrir eða byggja í Grindavík, heimabæ eiginmannsins?

Það hljómaði nú oft og iðulega í eyrum okkar “Reykjanesbær – fjölskyldubær,“ sem varð svo fyrir valinu.

Sveitastjórnakosningar voru í maí 2006 og hljómuðu loforð X-D eins og fagur fuglasöngur, m.a. “lægri leikskólagjöld” og “30.000 kr umönnunarbætur” ásamt fjölmörgum öðrum loforðum, allt þetta í fjölskylduvæna bænum okkar.

Brotin loforð
Árið 2007 eignumst við stúlku, sem í dag er á leikskóla.
Við lok fæðingarorlofs 2008 sóttum við um umönnunargreiðslur frá Reykjanesbæ.
Umönnunargreiðslur koma til greiðslu þegar fæðingarorlofi lýkur. Þeim er ætlað að koma til móts við dagmæðragjald eða til foreldra sem njóta þeirra forréttinda að vera heima með börnin þangað til þau fara á leikskóla. Foreldrar sækja námskeið til að eiga rétt á greiðslunum og þurfa að muna að sækja um greiðslunar fyrir 25. hvers mánaðar, annars tapast þær.
Í dag eru þessar greiðslur 25.000 kr til foreldra ekki 30.000 kr eins og lofað var.


Árið 2009 kemst dóttirin inná leikskóla, frábæran og vel rekinn leikskóla í hverfinu okkar. Við höfðum vistunartíma frá kl: 8 -17. Ég sæki mína atvinnu til Reykjavíkur og á því erfitt með að sækja barnið fyrir kl:17 á daginn.
Fyrstu mánuðina hennar á leikskólanum borgaði ég 26.050 kr fyrir 9 klst vistun.


Síðar á árinu 2009 vegna fyrirmæla frá Reykjanesbæ um niðurskurð var ákveðið að loka öllum leiksskólum í Reykjanesbæ, nema tveim, kl:16:15 í stað 17:15 og hækka gjaldið, já, styttri vistunartími og hærra gjald!
Árið 2010 er niðurskurðurinn aukinn. Yfirvinna á leikskólum bæjarins skert og starfsmannafundir sem haldnir voru utan dagvistunartíma barnanna, falla niður.
Skilaboðin, 5 dagar á ári þar sem foreldrar koma með börnin 2 klst seinna á morgnana til þess að starfsfólk leikskólanna geti haldið starfsmannafundi. Enn ein skerðingin á fjölskyldunum í Reykjanesbæ.


Frétt um 7,7 milljarða hagnað bæjarins ársins 2009 var tilkynnt nú á dögunum, og sjálfur bæjastjórinn segir stöðu okkar sterka.

Þá hlýt ég að spyrja mig sem íbúi bæjarins sem lofað var fjölskylduvænum Reykjanesbæ, eru Sjálfstæðismenn menn orða sinna?

Svarið er NEI.

Tvær ástæður geta legið hér að baki, annað hvort er pyngjan tóm og markvisst er verið að slá ryki í augu íbúa Reykjanesbæjar um góða stöðu hans. Eða forgangsröðun Sjálfstæðismanna er brengluð og fyrir vikið sitja fjölskyldur í Reykjanesbæ á hakanum og loforðin eru óefnd.


Kjósandi góður treystir þú áfram loforðum og vinnubrögðum Sjálfstæðismanna?


Með því að kjósa Samfylkinguna þann 29 maí færð þú loforð um aðra forgangsröðun, með fjölskylduna í fyrirrúmi og því loforði munu fylgja efndir.


Dagmar Lóa Hilmarsdóttir,

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.