Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Ung(menni) vikunnar: Ung og  hæfileikarík
Laugardagur 19. mars 2022 kl. 08:47

Ung(menni) vikunnar: Ung og hæfileikarík

Sólrún Glóð Jónsdóttir er þrettán ára og kemur frá Keflavík. Sólrún æfir dans með Danskompaní og hefur gaman af félagsstörfum og leiklist. Hún situr í nemendaráði Holtaskóla sem og unglingaráði Fjörheima.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 8. bekk.

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Holtaskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Ég hef verið nánast daglega upp í Danskompaní á æfingum að undanförnu fyrir undankeppni í DanceWorldCup, þannig ég hef eiginlega ekki haft tíma fyrir neitt annað. Ég var í körfu en þurfti að taka pásu vegna mikilla æfinga í dansinum. Ég er líka í nemendaráðinu í Holtaskóla og í unglingaráðinu í Fjörheimum og fer á fundi með þeim í hverri viku og mæti á opin hús.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Úff, ætli það sé ekki bara íþróttir þá getum við krakkarnir öll verið saman að gera eitthvað skemmtilegt.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Vá, núna veit ég ekki. Örugglega Sóldís Embla, veit ekki alveg af hverju en hef það einhvern veginn á tilfinningunni að hún verði fræg fyrir að vera módel.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar kennararnir klæddu sig eins og trúðar og gerðu sig að fíflum í matsalnum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég myndi segja Ásdís Alda eða Anna María séu fyndnastar því þær fá mig einhvern veginn alltaf til að hlægja án þess að segja neitt.

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru dans, körfubolti, félagsstörf og leiklist. Hvað hræðistu mest?
100% öll skordýr og flugelda.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Svo mörg lög að ég get ekki valið eitt.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er heiðarleg, góðhjörtuð, gefst aldrei upp og er alltaf til staðar fyrir fólk.

Hver er þinn helsti galli?
Stundvísi er alls ekki mín sterkasta hlið og að eiga pening, hann virðist alltaf hverfa bara út af kortinu mínu.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat og Instagram, nota þau eiginlega of mikið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Mér finnst að bestu eiginleikarnir hjá fólki þegar þau eru skemmtileg, heiðarleiki, umhyggja og traust.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Ég stefni á að fara beint í framhaldsskóla og gera það sem mér finnst gaman að gera.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það mögulega hæfileikarík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024