Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Ungmenni vikunnar: Metnaðarfullur körfuboltakappi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 22. maí 2022 kl. 17:06

Ungmenni vikunnar: Metnaðarfullur körfuboltakappi

Viktor Garri Guðnason er fjórtán ára og kemur frá Njarðvík. Hann er metnaðarfullur körfuboltakappi sem hefur gaman af fjallahjólreiðum og líkamsrækt. Eftir grunnskóla langar Viktori að mennta sig og stefnir hann á að verða bæklunarskurðlæknir. Viktor Garri er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla.

Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skóla fer ég á körfuboltaæfingar og styrktaræfingar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik Joe Birmingham er líklegastur til að verða frægur því hann er svo góður í körfu.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan er þegar vinur minn kastaði óvart kústi í brunabjölluna.

Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur í skólanum er Gunnar Páll.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru körfubolti, fjallahjól og líkamsrækt.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist rottur og mýs mest.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Mér finnst eiginlega bara allt fínt.

Hver er þinn helsti kostur? Mínir helstu kostir eru að ég er hreinskilinn, opinn og sjálfstæður.

Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að vera óþolinmóður.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit í símanum mínum er TikTok og Snapchat.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst besti eiginleiki í fari fólks vera heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eftir grunnskóla langar mig að mennta mig og verða bæklunarskurðlæknir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði væri það metnaðarfullur.