Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Suðurnes
Laugardagur 15. maí 2021 kl. 07:07

Suðurnes

Sól hækkar á lofti og allt bendir til þess að með haustinu verðum við laus við óþolandi sóttvarnartakmarkanir og getum farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik. Hvað svo sem eðlilegt er. Nýr veruleiki blasir við. Árleg bólusetning við Covid gæti orðið veruleiki. Bólusetningarvottorð til geta ferðast milli landa. Hver var með þetta á kosningaloforðalistanum árið 2017?

Undanfarinn mánuð hef ég tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hef aldrei tekið þátt í prófkjöri áður. Er nýliði. Það er gaman að ræða við fólk um pólitík og sitt sýnist hverjum. Sum mál eru þó þannig að fólk lækkar róminn og vill helst ekki láta hafa neitt sérstaklega mikið eftir sér. Kvótakerfið er eitt þeirra mála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mér finnst að Suðurnesin séu það svæði á Íslandi sem alltaf verður útundan. Nýjasta dæmið er að bólusetningar virðast ganga mun hægar hér á svæðinu en annars staðar, allavega miðað við upplýsingar fengnar á Covid.is. Fleira mætti telja. Af hverju eru þeir fjármunir sem ríkið hefur fengið fyrir sölu á eignum á Ásbrú ekki notaðir óskiptir til fjárfestingar og uppbyggingar á Suðurnesjum? Það eru allir sammála um að hér þurfi meiri fjölbreytni í atvinnulíf og hér er atvinnuleysi mest á landinu öllu.

Eigi Suðurnesjum að ganga betur, þarf að byrja á heimavelli. Fyrsta skrefið er að sameina öll sveitarfélög á svæðinu. Um þá sameiningu ætti að kjósa samhliða alþingiskosningum í haust. Suðurnes sveitarfélag. Næsta kjörtímabil sveitarfélaganna, 2022–2026, færi í undirbúningsvinnu og í sveitarstjórnarkosningum 2026 yrði kjörin bæjarstjórn nýs sveitarfélags. Þeim mun lengur sem við bíðum, þeim mun lengur munum við verða eftirbátar annara, því við tölum ekki einni röddu. Nýjasta dæmið um það er lagning Suðurnesjalínu 2, þar sem minnsta sveitarfélagið stöðvaði eitt mesta hagsmunamál svæðisins alls.  Þrjátíuþúsund manna sveitarfélag þarf bara einn bæjarstjóra, eina bæjarstjórn og miklu færri yfirstjórnendur. Það þarf að draga úr opinberum umsvifum og blása lífi í atvinnulíf sem skapar verðmæti.

Það er verkefnið framundan.