Maðurinn og náttúruöflin
Við Brimketil er oft að líta mikið sjónarspil þegar það er þungur sjór og öldurnar skella á klettunum með ógnarkrafti. Í samanburði við þessa krafta verður mannskepnan ansi lítil og máttvana.
Það gera sér ekki allir grein fyrir hversu öflug náttúruöflin geta verið og hætta sér of nálægt og uppskera kalt bað. Það er í raun mildi að ekki hafa orðið alvarleg slys þarna við Brimketil þegar fólk fær holskeflurnar yfir sig.