Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Loðnuveiðar
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 27. febrúar 2022 kl. 07:14

Loðnuveiðar

Það er alltaf ákveðin stemmning og sjarmi yfir því þegar loðnuflotinn birtist hér við Reykjanesið. Nú keppist uppsjávarflotinn við að ná loðnunni, þar sem hrognafyllingin er orðin nóg til að uppfylla skilyrði til frystingar á Asíumarkað.

Þó svo að ekki sé unnin loðna hér á Reykjanesskaganum, þá fylgir henni ávallt mikil fiskgengd sem hefur í för með sér aukið líf í höfnum svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér eru nokkrar myndir frá því síðastliðinn sunnudag er loðnuflotinn var að eltast við bráðina við Reykjanes, í Röstinni og þar vestur af á milli óveðurslægða sem koma hér upp að landinu á þessu fræga „lægðafæribandi“ sem mætti nú alveg fara að kippa úr sambandi.