Lífið við höfnina
Það var ólíkt að líta yfir höfnina í Grindavík yfir jól og áramót en frá því sem verið hefur allt síðastliðið haust. Flotinn allur í jólafríi og nánast hver metri af viðlegukanti nýttur. Frá því veiðar hófust á nýju kvótaári hefur höfnin nánast verið tóm þar sem bátarnir hafa landað afla sínum úti á landi.
Undanfarin ár hafa jólin markað ákveðin tímamót hvað þetta varðar þegar bátarnir hafa eftir hátíðarnar fært sig á miðin nær heimahöfn. Það er eins og það lifni yfir öllu bæjarfélaginu þegar lifnar yfir lífæðinni, sjálfri höfninni.