Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 27. júní 2021 kl. 06:49
Kulnun í starfi
Það er víða hægt að finna líkindi á milli náttúrunnar og veruleika okkar mannanna. Í einni af ferðum mínum upp að eldgosinu á dögunum þegar að ég var að mynda gosið og einnig gígana sem hættir eru að gjósa, þá datt mér í hug hvort þarna væri ekki komin skýrasta myndin af kulnun í starfi.