Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Kannabis úr kreppu
Laugardagur 23. maí 2020 kl. 07:48

Kannabis úr kreppu

Nú sér fyrir endann á fyrsta kafla í Covid-veseninu. Við höfum sloppið vel veikindalega séð en það er allt í skrúfunni í atvinnumálum. Sérstaklega á Suðurnesjum. Atvinnuleysið fer að bíta af fullum krafti í haust. Það er því mikilvægt að nota sumarið vel og hugsa í lausnum. Mig dauðlangar að kaupa ónotaða kerskála í Helguvík og breyta þeim í gróðurhús. Engin venjuleg gróðurhús, heldur gróðurhús sérsniðin til ræktunar á kannabis.

Það er búið að lögleiða kannabis í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna og löndum víða í heiminum. Eftirspurnin virðist vera næg. Af hverju ekki að stökkva á vagninn – framleiða úrvalsefni, flytja það beint upp á flugvöll og senda það í beinu flugi til Denver, Colorado? Ég er ekki að segja með því að við eigum að lögleiða kannabis, það er önnur umræða, en af hverju ekki að framleiða vöru fyrir markaði þar sem löglegt er að selja hana?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slíkt gróðurhús myndi ekki spilla andrúmsloftinu í kringum sig eins og kísilverið, já eða álverið. Kannski að við yrðum öll ofboðslega glöð ef við myndum ganga framhjá og menn yrðu alveg svakalega „ligeglad“ á golfvellinum. Væri það ekki bara gaman.

En fyrst og fremst – útflutningstekjur og atvinna fyrir Suðurnesjamenn. Vel launuð.

Stöndum keik og stöndum saman. Það styttir alltaf upp og lygnir.

Gleðilegt sumar!

Margeir Vilhjálmsson.