Hvatningin: Nýtt ár, nýr mánuður, ný birta, nýr tími, ný tilhlökkun
Fyrir mér ber febrúar með sér nýtt upphaf, dimmur janúar er á enda og auðvelt að sjá skímu á himninum fyrr á morgnana sem endist næstum því fram að kvöldmat. Það er gott að finna fyrir eftirvæntingu eftir vorinu sem nálgast hægt og sígandi.
Febrúar er góður tími til hreinsunar og undirbúnings fyrir vorið og kjörið tækifæri til að huga að nýjum venjum, til dæmis að læra eitthvað nýtt, auka þekkingu okkar á einhverju sem við kunnum, taka frá tíma á hverjum degi fyrir okkur sjálf sem við getum eytt í hugleiðslu, hlusta á eldra fólk, lestur og/eða notað tímann til að reima á okkur útiskóna og ganga úti í birtunni, notið vetrarins og fylgst með vorinu koma.
Njótið þess sem er!
Rannveig L. Garðarsdóttir,
bókavörður, leiðsögumaður og yogakennari.