Hvatningin: Hrós
Hrós kallar í langflestum tilfellum á eitthvað af þessum tilfinningum. Hrós er vítamín sálarinnar og umbun góðra verka. Það kostar ekkert að gefa gott hrós þar sem það á við hverju sinni.
Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum og eykur vellíðan starfsmanna. Það á einnig við í daglegu amstri okkar svo sem í skóla, íþróttum, líkamsrækt, tómstundum og hverju því sem fólk tekur sér fyrir hendur. Þegar við hrósum sýnum við persónulegan áhuga sem verður að hvatningu þess sem fær hrósið. Ein af ástæðum þess að við gleymum almennt að hrósa er skortur á eftirtekt. Gerum hrós að eitt af daglegu verkum okkar. Sælla er að gefa en þiggja.
Kveðja,
Þurý og Doddi
ÍAK einkaþjálfarar
Flott þrek