Hvatningin: Góðmennska
Ég hef alltaf sagt við þá sem koma í jógatíma til mín að fyrst og fremst þurfum við að vera góð, góð við okkur sjálf og góð við aðra. Að vera okkar besti vinur, tala fallega við okkur sjálf, hrósa okkur og sættast við okkur eins og við erum. Einnig að vera góð við aðra. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið að vera góð við aðra, rétta hjálparhönd og brosa.
KÆRLEIKUR, UMHYGGJA OG GÓÐMENNSKA.
Gróa Björk Hjörleifsdóttir,
grunnskólakennari og jógakennari.