Hæfileikarík eyðslukló
Margrét Norðfjörð Karlsdóttir er sextán ára Njarðvíkurmær. Margrét æfir körfubolta og hefur gaman að félagsstörfum. Hún er formaður unglingaráðs Fjörheima en situr einnig í ungmennaráði Reykjanesbæjar og í nemendaráði Akurskóla.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk í Akurskóla
Hvað gerir þú utan skóla?
Fyrir utan skólann er ég oftast á æfingum þar sem ég æfi alla daga, einu sinni til þrisvar á dag. Ég er einnig formaður unglingaráðs Fjörheima og er í ungmennaráði Reykjanesbæjar. Ég er vikulega á fundum með unglingaráðinu og svo með ungmennaráðinu nokkrum sinnum í mánuði. Með skólanum fylgja líka störf nemendaráðsins þar sem ég er í því. Annars eyði ég deginum í að læra eða hlusta á tónlist.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Klárlega stærðfræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Jóhann Ingi bekkjarbróðir minn á TikTok
Skemmtilegasta sagan úr skólanum:
Þegar það kviknaði í rafmagnstöflunni í íþróttahúsinu þegar bekkurinn minn var í íþróttum og allir hlupu klappandi út því það hafði aldrei kviknað í áður.
Hver er fyndnastur í skólanum? Klárlega ég – en ef ég ætti að velja einhvern annan þá væri það Benjamín bekkjarbróðir minn eða Haraldur náttúrufræðikennarinn minn.
Hver eru áhugamálin þín?
Körfubolti og félagsstörf.
Hvað hræðistu mest? Ketti.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Enn eitt menntaskólalagið með 12:00.
Hver er þinn helsti kostur?
Vingjörn, traust og agalega fyndin.
Hver er þinn helsti galli?
Kann ekki að spara peningana mína.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar það er gott í samskiptum og þegar það er með góðan húmor
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara á félagsvísindabraut í framhaldsskóla til þess að komast í sálfræði eða eitthvað álíka í háskóla.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hæfileikarík.