Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Gefið þeim kökur
Föstudagur 4. ágúst 2023 kl. 06:33

Gefið þeim kökur

Sumarið kom seint þetta árið á suðvesturhornið, þegar það loksins kom sá gosmökkurinn til þess að sólin skini ekki of skært með mistri af eitruðum gastegundum og alls konar óáran sem engum er holl. Mitt í öllum þessum hamförum, sem við köllum ferðamannagos, flutti Antonio Gueterras, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarp – alvarlegt ávarp með mikilvægum skilaboðum. Tímabil hins sjóðheita heims er upprunnið. Viðbrögð íslenskra ráðamanna voru í takt við viðbrögð Nero keisara þegar Róm brann. Hann hélt áfram að spila á fiðlu, hann spilaði og söng, hann spilaði og söng.

Þeir spila og syngja sama sönginn aftur og aftur. Gróðusetjum og kaupum rafmagnsbíla, sem minnir mann á viðbrögð Mariu Antoniette þegar múgurinn svalt í París og ekkert brauð að hafa sökum uppskerubrests. „Gefið þeim kökur!,“ er hún sögð hafa sagt. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er ljóst að íslensk stjórnvöld geta lítið gert við eldgosum en þau geta gert svo miklu miklu betur þegar kemur að aðgerðum í loftlagsmálum. Í dag styðja þau beinlínis við aukna mengun. Með sölu á aflátsbréfum (upprunavottorða raforku) til stórnotenda í Evrópu. Ekkert er á bak við sannleiksgildi þessara vottorða. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig og taki þátt í lausn loftlagsvandans, sem þau virðast ekki vilja vita að sé til, með raunhæfum aðgerðum. Fyrsta skrefið gæti t.d. verið að stöðva þessa sölu upprunavottorða, í stað þess að spila, syngja og borða kökur.