FS-ingurinn: Kurteisi er besti eiginleiki í fari fólks
Natan Rafn Garðarsson, 17 ára Njarðvíkingur sem er FS-ingur vikunnar
Natan Rafn Garðarsson, 17 ára Njarðvíkingur sem er FS-ingur vikunnar. Helstu áhugamálin hans eru bílar og kellingar. Ef hann mætti ráða þá myndi hann breyta fjarvistarkerfinu í FS.
Hvað heitir þú á fullu nafni? Natan Rafn Garðarsson.
Á hvaða braut ertu? Flugvirkjabraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Njarðvík og er sautján ára.
Hver er helsti kostur við FS? Heba, ritari skólans.
Hver eru áhugamálin þín? Bílar og kellingar.
Hvað hræðistu mest? Máva.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Gunnar Geir frumkvöðull.
Hver er fyndnastur í skólanum? Gunnar.
Hvað sástu síðast í bíó? Nýjustu Star Wars.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Grískt jógúrt.
Hver er helsti gallinn þinn? Ég er frekar ofvirkur.
Hver er helsti kostur þinn? Rassinn.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Spotify.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fjarvistarkerfinu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ekkert spes.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Bifvélavirki, ætla að skipta um braut á næstu önn.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Njarðvík.
Uppáhalds...
...kennari:
Þorvaldur.
...skólafag:
Íslenska.
...sjónvarpsþættir:
Breaking Bad.
...kvikmynd:
Harley Davidson and
the Marlboro Man.
...hljómsveit:
The Police.
...leikari:
Keanu Reeves.