FS-ingurinn: Finnst gaman að pirra Ástu Rún
Vala Marie Unnarsdóttir ætlar í framtíðinni að giftast ríkum manni og spreða öllum peningunum hans í föt. Vale Marie er FS-ingur vikunnar.
Hvað heitirðu fullu nafni? Vala Marie Unnarsdóttir.
Á hvaða braut ertu? Fallbraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Ég er úr Reykjavík og því miður ennþá fimmtán ára.
Hver er helsti kostur FS? Halldór bae
Hver eru áhugamálin þín? Að pirra Ástu Rún.
Hvað hræðistu mest? Þegar Ásta Rún er pirruð út í mig.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég, því ég er algjör tiktok-stjarna.
Hver er fyndnastur í skólanum? Arna Rún.
Hvað sástu síðast í bíó? Finding Nemo.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki takk.
Hver er helsti gallinn þinn? Ég kann ekki að spara pening.
Hver er helsti kostur þinn? Ég er rosalega kurteis.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Tinder.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hafa betra fjarvistarkerfi.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er glatað.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Giftast ríkum manni og spreða öllum peningunum hans í föt.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Allt svo nálægt þér.
Uppáhalds...
...kennari?
Gunnar íþróttakennari.
...skólafag?
Nemó.
...sjónvarpsþættir?
That 70’s show.
...kvikmynd?
Finding Nemo.
...hljómsveit?
Little Mix.
...leikari?
Blake Lively.
Umsjón: Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgita Rós Jónsdóttir