FS-ingurinn: Að skoða Reddit memes er áhugamálið
Elvar Ólafsson segist vera hávær 18 ára Íslendingur sem stundar nám á félagsfræðibraut. Hann segir helsta kost FS vera Skittlez-hópurinn.
Hvað heitirðu fullu nafni? Elvar Ólafsson.
Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Frá Íslandi og er átján ára.
Hver er helsti kostur FS? Skittlez-hópurinn.
Hver eru áhugamálin þín? Skoða Reddit memes.
Hvað hræðistu mest? Snáka.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Olivia Ruth því hún er ótrúlega hæfileikarík á píanóinu og fiðlu og að syngja og í 100 öðrum hlutum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Það er hann Einar Sveinn Vilmundarson.
Hvað sástu síðast í bíó? Joker „Við búum í samfélagi“ (2019)
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Betra verð á vörum.
Hver er helsti gallinn þinn? Ég er hávær.
Hver er helsti kostur þinn? Ég kann að gera óþægilegt ástand fyndið.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Discord, Snapchat, Spotify.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ekki jafn strangt mætingakerfi.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?….
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Rannsóknarlögreglumaður í Bandaríkjunum.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Fólk er brjálaðra en það sýnir.
Uppáhalds
...kennari?
Bogi Ragnarsson.
...skólafag?
Afbrotafræði.
...sjónvarpsþættir?
Arrow.
...kvikmynd?
The Nightmare Before Christmas.
...hljómsveit?
King 810.
...leikari?
Ryan Reynolds.
Umsjón:
Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir.