FS-ingur vikunnar: Hræðist svanga og þreytta mömmu
Guðjón Pétur Stefánsson
Guðjón Pétur Stefánsson er 19 ára og kemur frá Keflavík. Hann æfir fótbolta en hefur einnig gaman af því að spila golf og körfubolta. Guðjón er nýútskrifaður af fjölgreinabraut og stefnir að því að komast í háskóla í Bandaríkjunum. Guðjón Pétur er FS-ingur vikunnar.
Á hvaða braut ertu?
Ég var á fjölgreinabraut en ég útskrifaðist síðustu helgi.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Klárlega félagslífið og skemmir ekki fyrir að skólinn er mjög nálægt.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Mjög líklega Valur Þór Hákonarson vegna þess að hann er með gríðarlega hæfileika í boltanum.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Þegar Hrannar Már Albertsson kveikti í grillinu niðri í matsal.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Erfitt að velja en Helgi Leó er svosem ágætur.
Hver eru áhugamálin þín?
Fótbolti, golf, körfubolti, vinir og að fara í pottinn.
Hvað hræðistu mest?
Svanga mömmu og þreytta mömmu.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Einmitt núna er það Pyramids með Frank Ocean en er mjög duglegur að breyta.
Hver er þinn helsti kostur?
Jákvæður og duglegur ef ég hef áhuga.
Hver er þinn helsti galli?
Ég sef lítið.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat og Instagram.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Heiðarleiki, traust og ekki verra að vera fyndinn.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Lifa og njóta eins og er, komast í háskóla úti í USA og svo auðvitað stefna hátt.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Skemmtilegur.