Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Framtíðin er björt
Föstudagur 14. apríl 2023 kl. 06:38

Framtíðin er björt

Stemmningin í úrslitakeppninni í körfuboltanum er algjörlega einstök rétt eins ég talaði um í síðasta pistli mínum. Þetta er allt saman komið á fulla ferð og meira að segja fótboltinn er farinn af stað, óvenju snemma. Til lukku Keflavík með góðan sigur í fyrstu umferð, frábær byrjun! Körfuboltaliðin okkar í Reykjanesbæ eru í misjafnri stöðu, þegar þetta er skrifað eru Keflavíkurkarlar með bakið upp við vegg en Keflavíkur stelpurnar í vænlegri stöðu gegn Njarðvíkurstúlkum. Njarðvíkur drengir eru í frábærri stöðu gegn Grindavík og eru ansi nálægt að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Ég vil ítreka þá hvatningu til ykkar bæjarbúa að fjölmenna á þessa leiki sem eftir eru því það skiptir félögin og leikmenn gríðarlega miklu máli. Auk þess er þetta einhver besta skemmtun sem er í boði. Leikirnir hafa verið algjörlega frábærir til þessa og lofa góðu upp á framhaldið. Við fengum svo heldur betur áminningu um páskana að framtíðin sé svo sannarlega björt því tvö lið Keflavíkur í 7. flokki karla og kvenna sigruðu á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða í körfubolta. Hið öfluga Scania Cup var haldið um páskana í Svíþjóð. Keflavík sigraði til dæmis fyrst allra íslenskra liða í kvennaflokki sem er ótrúlegt afrek í langri sögu mótsins. Þá fengu Njarðvíkur stúlkur í 9. flokki silfurverðlaun og þrír leikmenn félaganna voru svo valdir bestu leikmenn mótsins! Svo sannarlega magnaður árangur og vil ég senda öllum þessum krökkum, þjálfurum og aðstandendum mínar hamingjuóskir. Veit það fyrir víst að félögin munu heiðra þau og vonandi fyrir troðfullu íþróttahúsum. Þau eiga það skilið.

Þetta er annar pistillinn minn í röð um sama málefnið en nú er sá mikilvægi tími ársins þegar úrslitakeppnin er í hámarki. Við getum ekki látið stuðningsmenn Tindastóls stela öllum fyrirsögnum! Því þegar á reynir þá er besta stemmningin í Reykjanesbæ eða hvað?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir á völlinn! (Aftur)