Fljótfær og flókinn og hræðist mömmu mest
Guðmundur Rúnar Júlíusson er átján ára og kemur frá Keflavík. Guðmundur er formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Milli þess að læra og skipuleggja viðburði fyrir nemendafélagið nýtur hann þess að hlusta á góða tónlist og eyða tíma með vinum sínum. Rúnni er fyrsti viðmælandinn í FS-ing vikunnar sem er endurvakinn.
Á hvaða braut ertu?
Ég valdi Fjölgreinabrautina.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Mikið af skemmtilegu fólki í skólanum og svo eru alltaf kunnug andlit á öllum stöðum skólans.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Þar verð ég að setja hann Þorstein Helga. Rosalega hæfileikaríkur tónlistarmaður sem á bjarta framtíð.
Skemmtilegasta saga úr FS?
Af mörgum mjög skemmtilegum er það líklegast nýnemaballið sem haldið var í byrjun síðustu annar. Rosaleg stemmning og erfitt að toppa Pál Óskar en vonandi tekst okkur það nú á næstu böllum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er hann Róbert Andri, alltaf gaman og stutt í hláturinn í kringum hann.
Hver eru áhugamálin þín?
Hef mikinn áhuga á tónlist, kvikmyndum og að hitta fólk sem er skemmtilegt.
Hvað hræðistu mest?
Guðnýju Kristjánsdóttur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Virkilega erfið spurning en það endar á Wish You Were Here með Pink Floyd.
Hver er þinn helsti kostur? Frumkvæði.
Hver er þinn helsti galli? Fljótfærni sem leiðir ekki endilega alltaf til bestu ákvarðanna.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Facebook, Spotify og YouTube.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Góður tónlistarsmekkur.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ná mínum markmiðum, ekki flóknara en það.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Flókinn.