Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Fékk sér húðflúr í góðgerðarskyni
Laugardagur 9. apríl 2022 kl. 07:04

Fékk sér húðflúr í góðgerðarskyni

Kamilla Rós Hjaltadóttir er átján ára gömul og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af öllu er tengist félagslífi og stefnir á að verða næsti formaður skemmtinefndar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kamilla Rós er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á félagsvísindabraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er næsta aðal- og miðstjórn NFS en ég og vel valinn hópur erum einmitt að bjóða okkur fram.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
FS-ingurinn sem er líklegastur fyrir að verða frægur er Sonja Steina fyrir að vera frábær.

Skemmtilegasta sagan úr FS:
Skemmtilegasta sagan úr FS er frá busaárinu mínu, ég var þá í skemmtó og við fengum okkur saman húðflúr fyrir góðgerðarvikuna. Mér þykir mjög vænt um þá minningu.

Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnasta manneskjan er klárlega Gabríel Már! 

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru klárlega félagslífið og vinirnir og að skipuleggja skemmtilega viðburði og að umkringjast góðan félagsskap.

Hvað hræðistu mest?
Það sem ég hræðist langmest er blóð, það er það ógeðslegasta sem ég veit.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á milljón uppáhaldslög en þar sem ég er núna umkringd leiksýningunni Grease verð ég að segja „Ég mæni“ sem er í leikritinu.

Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er ákveðni.

Hver er þinn helsti galli?
Gallinn minn er að ég á það til að vera óörugg með sjálfa mig.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Þau forrit sem ég nota mest eru Snapchat,TikTok og Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Besti eiginleiki í fari fólks er án efa kurteisi, það er svo auðvelt að koma vel fram með kurteisislegum hætti eða þá allavega að „fake it till you make it“.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Framtíðarstefnan mín er að halda áfram að umkringjast gott félagslíf og að verða annað hvort félagsráðgjafi eða kennari.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Eitt orð til að lýsa mér er frábær.