Dagbók Sólnýjar
Nú eru þrjár vikur síðan við fjölskyldan fórum nær eingöngu að ferðast innanhúss. Þessi tími hefur verið dýrmætur fyrir okkur enda vorum við oft ansi upptekin í fyrra lífi. Eftir að við vorum formlega sett í sóttkví tóku við dagar þar sem við urðum að endurskipuleggja lífið hérna heima. Yngstu strákarnir eru átta og tíu ára, orkumiklar íþróttamenn og vanir að vera á fleygiferð alla daga. Það var því mikil breyting fyrir þá að mega varla fara út úr húsi. Yngsti drengurinn er með Downs-heilkenni og átti erfitt að með skilja þetta útivistarbann en smám saman áttaði hann sig og fór að finna sér ýmislegt að gera. Það kom sér vel að hann er einstaklega hugmyndaríkur og hraustur og var því sjaldan verkefnalaus.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA DAGBÓKINA