Brosmildur nagli
Ung(menni) vikunnar: Yasmin Petra Younesdóttir
Yasmin Petra Younesdóttir er fjórtán ára og er í Njarðvíkurskóla. Yasmin æfir körfubolta og situr í unglingaráði Fjörheima. Hún hefur gaman af því að baka og ferðast og segir sinn helsta kost vera hve brosmild hún er.
Í hvaða bekk ertu?
9. bekk.
Í hvaða skóla ertu?
Njarðvíkurskóla.
Hvað gerir þú utan skóla?
Þessa dagana er ég mjög mikið að einblína að koma mér í gott stand eftir krossbandslit. Ég mæti að horfa á körfuboltaæfingar og fer á styrktaræfingar. Ég er í unglingaráði Fjörheima og mæti því á fundi með ráðinu og opin hús í félagsmiðstöðinni.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Mér finnst skemmtilegast í samfélagsfræði því að við erum mikið að vinna í hópverkefnum og þar get ég verið með bestu vinkonum mínum í hóp.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Freysteinn, því að hann er svo efnilegur í fótboltanum það er ekki eðlilegt hvað hann er góður.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar vinkona mín var tengd Spotifyinu inni í matsal og það voru krakkar sem fengu að velja lög. Einn strákur var að stjórna lögunum og við fórum i bakaríið á meðan. Þegar við vorum svo sest niður ákveðum við að setja á fart sounds og það heyrðist í matsalnum og allir horfðu á strákinn sem var að stjórna lögunum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Hildigunnur því að hún fær mig alltaf til þess að hlæja þó hún sé ekki að reyna það.
Hver eru áhugamálin þín?
Körfubolti, félagsstörf, ferðalög og að baka.
Hvað hræðistu mest?
Að slíta aftur krossband og sprautur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Buy a heart með Nicki Minaj eða Hrs and Hrs með Muni Long.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er mjög skipulögð, ákveðin og brosmild.
Hver er þinn helsti galli?
Get verið svolítið stjórnsöm en það getur verið bæði neikvætt og jákvætt.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
TikTok, Snapchat, Instagram og 1010!
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Heiðarleiki, góð samskipti og að kunna að hafa gaman.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Ég er ekki búin hugsa svo langt en ég vonast til að ná langt í körfubolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Nagli.