Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Breytingar
Föstudagur 11. júní 2021 kl. 13:15

Breytingar

Sumarið er framundan og handan við hornið sjáum við fram á endalok veirutíma. Næsta haust ætti allt að vera orðið nánast eðlilegt, eða eins og við þekktum það áður. Staðnám í öllum skólum. Engar fjöldatakmarkanir, engar grímur og engin tveggja metra regla.

Þá kemur að vangaveltu. Er mögulega eitthvað sem veiruástandið hefur fært okkur sem vert væri að halda í. Er eitthvað sem við höfum tamið okkur á þessum leiðinda fimmtán mánuðum sem væri betur komið til að vera? Er kannski betra að byrja helgardjammið fyrr á daginn og ljúka því bara um miðnætti. Hætta næturbröltinu. Hefur einhvern tíma eitthvað gáfulegt gerst eftir djamm milli klukkan tvö og fimm á nóttunni?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmargir munu kjósa að nota grímur áfram þó engin sé skyldan. Aðrir munu reyna að halda sig við tveggjametra regluna.

Ferðamennirnir eru að snúa aftur. Meiri umsvif eru framundan á Suðurnesjum og atvinnulífið á svæðinu mun taka við sér. Það er gott. Hins vegar er ljóst að auka þarf fjölbreytni starfa á svæðinu og víða má gefa hressilega í til að bæta búsetuskilyrði á svæðinu.

Ég hafði gaman af tveimur myndum sem birtust í blöðunum af fjármálaráðherra. Hann kom til að taka skóflustungu að glæsilegri viðbyggingu við flugstöðina. Ekki sá ég neinn Suðurnesjamann á þeirri mynd, enda er flugstöðin í Reykjavík. Svo kom hann til að taka skóflustungu fyrir glæsilega nýja byggingu hjá Algalíf á Ásbrú. Þar fékk bæjarstjóri Reykjanesbæjar að vera með á myndinni. Ég hef oft verið efins um að Ásbrú teljist til Reykjanesbæjar. En menn þiggja góða myndatöku sem gæti gefið atkvæði. Það hafa menn lært af Degi B.

Framundan eru kosningar. Á næstu tólf mánuðum verða tvennar kosningar, alþingiskosningar í september og sveitarstjórnarkosningar í maí 2022. Þá er gott að muna að ef maður gerir alltaf það sama, þá breytist ekki neitt.