Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Alltaf til í sprell
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 9. apríl 2022 kl. 07:01

Alltaf til í sprell

Björn Ólafur Valgeirsson er fimmtán ára og kemur frá Njarðvík. Hann hefur brennandi áhuga á körfubolta og hefur einnig gaman af bílum og krossurum. Björn er metnaðarfullur en það er alltaf stutt sprellið hjá honum. Björn er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 10. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Njarðvíkurskóla, besta skólanum.

Hvað gerir þú utan skóla?
Fyrir utan skóla geri ég ekki margt annað en að æfa og í símanum. Um helgar fer ég svo út að hitta vini.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Skemmtilegasta fagið er bara það sama og hjá flestum, það er íþróttir og svo náttúrufræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Mér finnst mjög líklegt að Freysteinn verði frægur vegna þess hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta, hann á eftir að ná langt.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Úff, ég veit það ekki. Örugglega þegar bekkjarfélaginn minn ropaði svo hátt í tíma og var rekinn út fyrir það. Það var frekar ógeðslegt en mjög fyndið.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er enginn einn sem er fyndnastur í skólanum, ég myndi segja að það væri ég og Palli félagi minn þegar við erum í gír, eða Yngvi kennari.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálið mitt er klárlega körfubolti og svo hef ég líka mikinn áhuga á bílum og krossurum.

Hvað hræðistu mest? Það sem eg hræðist mest er 100% að snúa ökklann aftur, það er búið að gerast of oft.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Er ekki með neitt uppáhaldslag en -Bushido-platan með Birni er geggjuð og svo flest lög með Pop smoke.

Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er að ég er alltaf til í sprell og er mjög metnaðarfullur þegar kemur að körfubolta.

Hver er þinn helsti galli?
Minn helsti ókostur er að ég er eiginlega alltaf seinn allt sem ég á að mæta og svo er ég alltaf að snúa ökklann.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það er Snapchat og TikTok, svo nota ég líka Spotify mikið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Besti eiginleikinn er þegar fólk er ekki feimið, það er geggjað þegar fólk getur talað við mann strax.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar bara að halda áfram að mæta á æfingar og verða betri með deginum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Eitt orð væri örugglega metnaðarfullur, ég legg á mig það sem þarf og kemst í gegnum það hægt og rólega.