Alltaf hress og glaður
FS-ingur vikunnar: Róbert Andri Drzymkowski
Róbert Andri Drzymkowski er nítján ára gamall og kemur frá Vogunum. Róbert er á rafvirkjabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er varaformaður nemendafélagsins. Hann hefur áhuga á tónlist og gaman af því að koma fram.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á rafvirkjabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Ég myndi segja að helsti kosturinn við FS væri að maður getur alltaf spjallað við hvaða manneskju sem er, það er alltaf gaman að lenda á spjalli við fólk.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég myndi örugglega segja Þorsteinn Helgi, svakalegt talent!
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Örugglega fyrsta árshátíðarballið mitt, Stuðlabandið kom, allir í gír og bara klikkað kvöld.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það eru svo margir, ég verð að nefna þrjá. Rúnar, Óli Fannar, og Finnur Valdimar. Erfitt að velja úr.
Hver eru áhugamálin þín?
Ég myndi segja tónlist, hef mikinn áhuga á að spila á gítar og píanó og syngja.
Hvað hræðistu mest?
Fugla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Úffff, Come back to me með Uriah Heep eða Ástarbréf merkt x. Frábær lög.
Hver er þinn helsti kostur?
Er alltaf hress og glaður, tek lífinu ekkert of alvarlega.
Hver er þinn helsti galli?
Stundum smá kærulaus og alveg hryllilega gleyminn.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Örugglega Instagram.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Mér finnst geggjað þegar fólk horfir ekki niður til annara.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt að gera og elta draumana.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Gleðipinni.