Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Ákveðin og jákvæð
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 23. apríl 2022 kl. 09:57

Ákveðin og jákvæð

Andrea Ósk Júlíusdóttir er nítján ára og kemur frá Keflavík. Hún hefur áhuga á líkamsrækt og vinnur í bíóinu. Andrea er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu?
Íþrótta- og lýðheilsubraut.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Joules, hún verður podcast-stjórnandi.

Skemmtilegasta sagan úr FS:
Þegar appelsínugula liðið poppuðu kampavín í matsalnum í starfshlaupinu og bikarinn var tekinn af þeim.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Örugglega Sara Mist njálgur.

Hver eru áhugamálin þín?
Líkamsrækt.

Hvað hræðistu mest?
Myrkrið, er mjög myrkfælin.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Pepas!!!!!!

Hver er þinn helsti kostur?
Ákveðin og jákvæð held ég.

Hver er þinn helsti galli?
Alltaf að pæla í hvað öðrum finnst um mig.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Klárlega TikTok.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er fyndið.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Læra einkaþjálfarann og íþróttafræðina.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Ég er hugulsöm.