Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Aflafréttir: Gríðarmikill afli til Grindavíkur eftir hrygningarstoppið
Daðey GK landaði 97 tonnum í 10 róðrum. 
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
föstudaginn 7. maí 2021 kl. 11:39

Aflafréttir: Gríðarmikill afli til Grindavíkur eftir hrygningarstoppið

Þá er enn einn mánuðurinn búinn og maí mánuður tekinn við. Þessi mánuður markar smá tímamót fyrir nokkra hluti.  Fyrir það fyrsta má nefna að 11. maí eru vertíðarlok en þessi dagur var nú hátíðisdagur eða keppnisdagur alveg frá um 1940 til um 1990, þegar að oft var keppni um að vera aflahæstur á vertíð.

Annað sem þessi mánuður markar dálítil tímamót er að línubátarnir sem minnst er á hérna í pistlinum að neðan fara síðan allir að hverfa í burtu þegar líður á mánuðinn og fara þá annaðhvort austur eða norður til veiða. Verður fróðlegt að sjá hvort að einhverjir af þessum minni línubátum verði eftir hérna á Suðurnesjum í júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annars var í apríl gríðarmikill floti af bátum við veiðar utan við  Grindavík og óhemju magn af krókum lagðir í sjó en allir bátarnir hafa verið á línu, því enginn netabátur rær frá Grindavík.

Eftir hrygningarstoppið var veiði bátanna  mjög góð og skal litið hérna á nokkra báta og aðeins horft í aflann hjá þeim eftir hrygningaststoppið.  Veður var mjög gott allan tímann og því gátu bátarnir róið nokkuð stíft þessa daga fram að mánaðarmótunum

Lilja SH var með 26,8 tonn í 3 róðrum og mest 10 tonn. Straumey EA var með 53 tn. í 6 og mest 13,4 tonn. Óli G GK var 41 tn. í 7 túrum og  Steinunn BA 54 tn.í 6 og mest 12,4.  Beta GK var með 40 tn. í 6 en mestur hluti af þessum afla var landað í Sandgerði en tveir róðrar frá Grindavík. Gulltoppur GK var með 29 tn. í 6 en hann er á balalínu. Allir þessi bátar eru um 15 tonn af stærð.

Hópsnes GK var m eð 35 tn. í 5 og mest 9,6 tn en hann er balabátur. Katrín GK var 35 tn. í 5 túrum og mest 9,1 tn, Særif SH var með 63.6 tn í 5 og mest 15 tn. Geirfugl GK var með 51 tn. í 6 og mest 11,9 tonn. Dóri GK var 62 tn. í 8 og mest 11 tonn sem landað var í Sandgerði.  Fjórir landanir voru í Sandgerði og 4 í Grindavík. 

Óli á Stað GK var með 66 tn. í 7 róðrum og mest 12,2 tn. Bíldsey SH var með 32 tn. í 3 og mest 16,4 tonn. Margrét GK var með 71 tn. í 8 og af þessum löndunum voru 3 í Sandgerði. Fríða Dagmar ÍS fékk 87,7 tní 7 róðrum og mest 19,6 tn.  Öllum þessum afla var síðan ekið til Bolungarvíkur.  Daðey GK landaði 97 tn. í 10 róðrum. 

Sævík GK var með 109 tn. í aðeins 10 róðrum og mest 13,4 tonn.  Kristján HF var með 121 tn. í 9 og mest 17,8 tn.  Gísli Súrsson GK landaði 118 tn. í 11 túrum,  Auður Vésteins SU 126 tn. í 10 og mest 18 tn.,  Vésteinn GK 130 tn í 10, Indriði Kristins BA 108 tn. í 10 og Kristinn HU 55 tn. í 5 en þetta er balabátur. Sandfell SU landaði 140 tonnum í tíu róðrum og Hafrafell SU 167 tonnum í 10 róðrum og mest 19,1 tonn.

Eins og sést þá er þetta gríðarlega mikill afli sem hefur komið á land í Grindavík núna eftir hrygningarstoppið. Af þessum bátum þá er þetta alls 1918 tonn. Ansi magnað á 10 dögum.

Þeim hefur aðeins fjölgað grásleppubátunum og þá aðalega frá Sandgerði, þar er t.d Tjúlla GK nýbyrjuð á veiðum og hún var með 3 tonn í 2 og Svala Dís KE 22 tn. í 8 og mest 4 tonn.  Addi Afi GK landaði 41 tonnum í 13 túrum og mest 5,4 tonn. Guðrún Petrína GK var með 34 tn. í 12 og mest 5,7 tonn. Guðrún GK var með 49 tn. í 16 og mest 6,4 tonn.

Af togbátunum var apríl ansi góður, Pálína Þórunn GK var með 576 tn. í 9 löndunum.  Bylgja VE var með 573 tonn í 7 róðrum en Vísir ehf. er með þennan togara á leigu.  Sturla GK landaði 506 tonnum í 8 túrum.