Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Þyrftu að þola óverdós af æskuminningum og grobbi“
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 23. maí 2020 kl. 08:48

„Þyrftu að þola óverdós af æskuminningum og grobbi“

– segir Guðmundur Karl Brynjarsson um gestina utan af landi sem hann færi með í ferð um æskuslóðirnar.

– Nafn:

Guðmundur Karl Brynjarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Fæðingardagur:

18. mars 1966.

– Fæðingarstaður:

Keflavík.

– Fjölskylda:

Eiginkona mín er Kamilla Hildur Gísladóttir, við eigum þrjú börn, tvö uppkomin, Kristínu Gyðu 25 ára og Felix Arnkel 23 ára, yngstur er Brynjar Karl sautján ára og ekki má gleyma heimilisundinum Bessa. Hann er orðinn þrettán ára og er því bæði aldursforseti og yngstur í fjölskyldunni en það fer eftir því hvort talið er í árum hunda eða manna.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Fornleifafræðingur (löngu áður en Indiana Jones-myndirnar komu).

– Aðaláhugamál:

Þau eru mörg. Tónlist, kvikmyndir og bækur. Söfnunarárátta hefur sótt í sig veðrið undanfarið en ég er mjög sæll í vinnunni minni og ætli hún sé ekki aðaláhugamálið.

– Uppáhaldsvefsíða:

www.lindakirkja.is

– Uppáhalds-app í símanum:

Spotify.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Í ljósi sögunnar.

– Uppáhaldsmatur:

Lax.

– Versti matur:

Súrmatur.

– Hvað er best á grillið?

Lax.

– Uppáhaldsdrykkur:

Vatn.

– Hvað óttastu?

Tyggjó. Þetta er ekki grín.

– Mottó í lífinu:

Að reyna að lifa samkvæmt því að við erum öll jafn dýrmæt.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Ég held ég verði að nefna hinn nettgeggjaða Jónas spámann í Gamla testamentinu (Jónas í hvalnum).

– Hvaða bók lastu síðast?

Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Síðastliðin ár hef ég beðið óþreyjufullur eftir hverjum einasta þætti af The Walking Dead.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

Vaktaseríurnar: Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin.

– Fylgistu með fréttum?

Ekki markvisst en maður kemst ekki hjá því.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Joker.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Skúli Óskarsson.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

Keflavík, að sjálfsögðu, en mér þykir líka vænt um Val.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Ég hlusta meira og minna allan daginn á alls konar tónlist en sjaldnast til að koma mér í gott skap, enda er ég oftast í góðu skapi.

– Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Rapp fær mig til að skipta um skap og útvarpsstöð. Ég á sérstaklega erfitt með þetta átótjúnaða veimiltíturapp sem þykir voða flott núna – en það þýðir að trúlega er ég orðinn gamall kall.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já, hver hefur ekki þurft þess?

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Dálítið mikið spes.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Ég er alltaf bjartsýnn.

– Hvað á að gera í sumar?

Skoða sig eitthvað um innanlands.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Í sumarbústaðinn.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Þegar ég bjó á Suðurnesjum sótti ég mikið í að fara út að Garðskagavita. Ég myndi byrja þar, keyra svo til Keflavíkur, rölta með þeim um bæinn þar sem þessir ímynduðu gestir utan af landi þyrftu að þola óverdós af æskuminningum og grobbi.